Ég tengist sumum húsgögnum tilfinningalegum böndum og á stundum erfitt með að losa mig við hluti sem ég hef hreinlega ekkert lengur með að gera. Manninum mínum fylgdi sófasett þegar við byrjuðum að búa og þó að sófinn sé löngu farinn þá héldum við í stólana enda húsgögn afa hans og ömmu. En það var nú alls ekki eina ástæðan því þeir eru afar þægilegir og formfagrir. Stólarnir eru að öllum líkindum smíðaðir fyrir norðan hjá Nóa í Valbjörk. Græna upprunalega áklæðið (sjá hér að neðan) var þó ekki að smella inn hjá okkur svo þeir fengu loks ný klæði fyrir þessi jól, gæða ullaráklæði. Þó svo að ekki eigi að halda í allt þá er alldeilis í lagi að halda í sumt.
I tend to get too attached to certain furniture and have a hard time getting rid of items I no longer need. When my husband and I moved in together he took with him a sofa and two chairs he had gotten from his grandparents. The sofa didn‘t stay long but the chairs are still with us. Not only due to the family connection but they are very comfortable and have a shape I really like. The chairs are probably made in Akureyri by Nói in Valbjörk. The green upholstery ( see photo above) was never a favorite so they finally got a new look, upholstered in fine wool. Although we should not keep everything, we should not let it all go either!
Viltu fylgjast með mér? Líkaðu þá endilega við Facebook síðuna mína hér: Stay tuned via my facebook page : Innanhússhönnun/Innanhússarkitektúr