Vefverslanir / Webstores

Vefverslanir eru sifellt að verða vinsælli og íslenskar vefverslanir með fallegum heimilisvörum eru þegar orðnar nokkrar. Látið mig endilega vita ef þið mælið með öðrum en þeim sem ég nefni hér.

Webstores are becoming more and more popular and we have a few Icelandic webstores providing beautiful homeware items.

Snúran

Það er margt skemmtilegt í boði hér.  Sem dæmi má nefna snaga, hillur, teppi, kryddbox, kertastaka, veggspjöld og lampa. Snúran býður meðal annars upp á vörur frá HK Living, Nynne Rosenvinge og RosenbergCPH.

Here are plenty of nice items to be found. For example wall hooks, shelving, blankets, flowerpots, candle holders, illustrations and lamps. Snúran offers products from HK Living, Nynne Rosenvinge, RosenbergCPH to name a few.

 

Krúnk living

Krúnk leggur áherslu á skandínavíska hönnun þó að vörur þeirra komi ekki einungis frá Norðurlöndunum. Lamparnir frá Studio Snowpuppe eru æðislegir en hér er sko margt annað flott að finna.  Kerti frá Pliet, grafíkverk eftir Sofie Børsting og textíl vörur frá danska merkinu BALIlab er hluti af því sem í boði er. Vonandi fær þessi verslun þó brátt heimasíðu sem myndi auðvelda pöntunarferli en allar vörur er hægt að finna á Facebook síðu þeirra.

Here they concentrate on Scandinavian design although they offer products from other countries. The lamps from Studio Snowpuppe are fabulous but there is plenty more to be found here.  Including candles from Pliet, illustrations from Sofie Børsting and textile items from the Danish brand BALIlab.  They have a a Facebook page showing their products and I hope to soon see a webpage that would make ordering much easier.

 

 

Esja Dekor

Þessi er svo ný að enn er ekki komin heimasíða. En hægt er að fylgjast með þeim og sjá myndir af vörum á Facebook síðu þeirra. Heimasíðan komin í loftið!

Faunascapes veggmyndir frá danska fyrirtækinu WhatWeDo er hægt að finna þarna en einnig hið skemmtilega segulveggfóður frá Scandinavian Wallpaper & Dekor og margt annað skemmtilegt.

This site is so new that their webpage is not up yet. But one can follow their progress and view some of the products on their Facebook page. The webpage is now open!

They will offer Faunascapes plywood prints from the Danish firm WhatWeDo but also the wonderful magnetic wallpaper from Scandinavian Wallpaper & Dekor as well as many other fun products.

 

Andarunginn

Þeirra markmið er að bjóða upp á skemmtilega og vandaða hönnun fyrir börn sem örvar og þroskar ímyndunarafl þeirra ásamt því að lífga uppá umhverfið.  Hér fást vörur frá bandarísku vörumerkjunum 3 Sprouts og Areaware þaðan sem Fauna dýrapúðarnir hannaðir af Ross Menuez koma.

Their goal is to provide high quality fun products for children that stimulates their imagination. They offer products from the USA brands 3 Sprouts and Areaware including Fauna animal pillows designed by  Ross Menuez.

 

Mjólkurbúið

Flott nafn á vefverslun sem býður aðallega upp á krúttilegar vörur fyrir barnaherbergin.  Á síðunni er margt að skoða og nefni ég sérstaklega veggspjöldin frá Fine Little Day, orðaborðana frá OMM Design (fyrir bæði börn og fullorðna) og Miffy lampann frá Mr Maria.

Cute name on a webstore that mainly provides cute products for Children’s  rooms. There is plenty to see on their webpage although I will point out the wall art from Fine Little Day, the word banners from OMM Design (for both kids and grown-ups) and the Miffy lamp from Mr Maria.

 

Viltu fylgjast með mér? Líkaðu þá endilega við Facebook síðuna mína hér                               My facebook page : Innanhússhönnun/Innanhússarkitektúr

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *