Skapandi einvera / Creative solitude

Stuðlar einsemd að sköpunarkrafti? Svo einkennilega vill til að í möppunni minni á Pinterest sem heitir Dream Escape (Draumaflótti) eru engar myndir af fimm stjarna hótelum með stórum sundlaugum eða gulum sandströndum heldur umfram allt myndir af húsum sem standa ein út af fyrir sig, langt frá öllu og vekja hugmyndir um draumkennda einveru og einangrun. Áður en ég gifti mig var ég vön að taka mér vikufrí á hverju sumri til að fara með stóru hundana mína tvo, lítið tjald og bakpoka í stefnulaust bílferðalag til að njóta skapandi einveru. Ekkert var fyrirfram ákveðið nema hvort ekið skyldi í norður eða austur, vestur eða suður. Allt annað var tilviljun háð. Ef til vill er undirmeðvitundin að segja mér að ég þurfi dálitla skapandi einveru.

Does solitude enhance creativity? It is strange that in my folder on the Pinterest board named Dream Escape there are no photos of  five star hotels with large swimming pools or yellow sand beaches but mostly photos of houses standing  all alone, far away from everything and give the sense of a dreamy solitude and seclusion. Before I got married I used to take a week every summer where I packed into my little car my two big dogs, a tiny tent and my backpack  to head into a no-plan creative solitude vacation. That meant making only the decision of heading north or east, west or south.  Everything else was left to chance. Maybe my subconscious is telling me that  I need some creative solitude?

1 2 3 4 5 6

Viltu fylgjast með mér? Líkaðu þá endilega við Facebook síðuna mína hér/ My facebook page : Innanhússhönnun/Innanhússarkitektúr

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *