Verkheiti: V6

Nýtt skipulag, nýjar innréttingar og ný efni en þetta þriggja hæða einbýlishús var allt tekið í gegn að innan þar sem mjúkir jarðlitir í takt við svartan lit ráða ríkjum.

Við breytingar innandyra var lögð áhersla á skipulag sem hentaði nýjum eigendum sem meðal annars fól í sér að stækka eldhús verulega. Hlýleiki í efnisvali var í forgrunni.

Allar innréttingar voru sérsmíðaðar hjá Við & Við en parket og flísar eru frá Ebson.

Parkó ehf sá um parketlögn. Natni og fagmennska þeirra sést vel á fallegum frágangi við hvert stigaþrep.

Borðplötur komu frá Granítsteinum en það fyrirtæki sá einnig um smíði handlaugar á vegg á gestasalerninu og handlaugar á baðherbergi efri hæðar.

Efsta hæð er undir súð sem getur stundum verið til vandræða við uppröðun húsgagna. Veggur við enda hjónarúms var því þykktur til að gefa færi á meiri lofthæð við höfuðgafl og voru náttborð með útdraganlegri plötu felld inn í þá þykkt.

Voffi fylgdist rólegur með myndatöku.

Baðherbergi neðstu hæðar fékk að halda gufubaðsklefanum sem var þar fyrir en annað var endurgert og bætt

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *