Það er lagið Gulur, rauður, grænn og blár sem hefur stjórnað röðinni á litapistlunum mínum. Næstur í röðinni er því fjólublár en það er einmitt afbrigði af honum sem er litur ársins 2014 samkvæmt Pantone Color Institute.
Á hverju ári gefur Pantone Color Institute út lit ársins fyrir hönnuði skrautmuna, fatnaðar, fylgihluta og húsgagna. Smaragðsgrænn var litur ársins sem er að líða og fékk hann blendnar móttökur en fram að þessu hefur valið hjá Pantone verið áberandi í hönnun. Litur ársins 2014 heitir á ensku Radiant Orchid 18-3224 eða geislandi orkídea 18-3224. Hér verður þó vísað í litinn sem fjólaða orkídeu. Samkvæmt Pantone þá táknar þessi litur frumleika og sköpunarkraft. Fjólublá, bleik og purpura rauð litapaletta orkídeunnar á að veita gleði, heilsu, kærleika og sjálfsöryggi.
It is the Icelandic song Yellow, red, green and blue that dictates in what order my color colomns are. Next in line is purple and it is fitting that a variation of that color is chosen by Pantone Color Institute as the color of the year 2014.
Each year Pantone Color Institute chooses the color of the year for designers of decorations, clothing, accessories and furniture. Last years color was emerald green and it got mixed receptions but up until now Pantones choices have been dominant in designers color schemes. The color of the year 2014 is called Radiant Orchid. According to Pantone it is a color of originality and imagination. The orchids color palette of purple, pink and fuchsia infuses joy, health and love as well as inspire confidence.
Hvort sem við notum þennan lit í veggmálningu eða í einstaka húsmunum eins og púðum eða kertum þá mæli ég með mjúku umhverfi. Fjólaða orkídean fer best við dempaða tóna eins og gráa, brúna eða ólívu græna. Liturinn verður barnalegur ef settur í alhvítt umhverfi. Vonandi hvetja þessar myndir ykkur til að prófa lit ársins 2014, fjólaða orkídeu.
Whether we use this color in a wall paint or accent pieces as pillows or candles, I recommend a soft background. Radiant orchid fits best against soft colors such as greys, browns and olive and hunter greens. It becomes childish when put in an all white environment. I hope these photos inspire you to try the the color of the year, Radiant Orchid.
Pingback: Litur ársins / The color of the year | Bryndís Eva Jónsdóttir