Heitasta mottan / The number one rug

Hversu snögg erum við að tileinka okkur erlenda tískustrauma í húsgögnum og fylgihlutum? Nú er eitt og hálft ár síðan ég skrifaði um vinsældir marokkósku Beni Quarain mottanna og mottur í þeim stíl en hægt er sjá fjölda mynda á Pinterest síðu minni af stofum, borðstofum og svefnherbergjum með þessari mottugerð. Svipaðar mottur fást loks á Íslandi. Svo ég vitna nú einfaldlega beint í gamla pistilinn þá er þetta látlaus og ljós motta með svörtu demantamynstri. Mynstrið er aldrei beint og gefur okkur þá tilfinningu að hver motta er einstök og handgerð. Upprunalegu Beni Quarain motturnar eru nánast alltaf hvítar eða ljósbrúnar með svörtu mynstri. Þær náðu miklum vinsældum í kringum 1920-30 þökk sé áhuga arkitektanna Alvars Aalto og Le Corbusier á þeim. Einnig má nefna Frank Lloyd Wright, Marcel Breuer og Arne Jacobsen en allir hrifust þeir af látlausu og óreglulegu mynstrinu. Þær hafa nú aftur náð miklum vinsældum og sjá má ýmis afbrigði hinna upprunalegu á boðstólum, bæði hvað varðar liti og mynstur. Í dag eru þær framleiddar um allan heim en vísunin er alltaf í marokkóska upprunann.

How fast do we consent to new trends in furniture and accessories? It’s now a year and a half since I wrote about the rising popularity of the Moroccan Beni Quarain rug and rugs in similar style. My Pinterest maps are full of photos showing them in all kinds of settings. They can finally be bought in Iceland. To quote my old article these rugs have a neutral color palette with a black diamond pattern. The pattern is never straight lined and gives us the feel of each rug being hand made and unique. The original Beni Quarain rugs are mostly white or beige with black pattern. They got really popular around 1920-30 as the architects Alvar Aalto and Le Corbusier showed interest in them. Frank Lloyd Wright, Marcel Breuer and Arne Jacobsen took also a great liking to the abstract simplicity and neutral color palette of the rugs. These rugs have now surfaced again and have become a hot trend. All kinds of variations can now be found both in color and pattern. Today they are made all over the world but always linked to the Moroccan origin.

Verslunin Persía í Bæjarlindinni er einmitt nýkomin með svipaðar mottur til sölu, sjá myndir úr versluninni hér að neðan. Mjög fallegar og alveg í anda þeirra gömlu. Þær eru framleiddar í Belgíu, kallast Lana og eru hvítar eða gráar með óreglulegu demantamynstri. Hægt er að sérpanta aðrar stærðir en þær sem gefnar eru upp á vefsíðunni. Vefsíðan er persia.is og facebook síða þeirra heitir Persía teppagallerí.

Eins og myndir sýna þá koma þessar mottur einstaklega vel út í næstum hvaða umhverfi sem er. Fallegt og klassískt.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14

Viltu fylgjast með mér? Líkaðu þá endilega við Facebook síðuna mína hér:               Stay tuned via my facebook page : Innanhússhönnun/Innanhússarkitektúr

One thought on “Heitasta mottan / The number one rug

  1. Pingback: Mottustærð / Rug size | Bryndís Eva Jónsdóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *