Fuglar / Birds

Á vafri mínu á veraldarvefnum rakst ég á mynd af litríku rými þar sem veggmynd af páfagauk stal þó athyglinni. Það var eitthvað við augnaráð fuglsins og stöðu sem gerðu hann að þvílíkum töffara að allt annað í umhverfi hans hvarf eiginlega. Út frá því leitaði ég að sögu þessa ljósmyndar og fann ljósmyndarann í Ástralíu.  

Surfing the internet I stumbled upon a photo of a colorful space where the photo on the wall of a parakeet stole all my attention. The birds pose and its strong gaze made it so cool that everything else around him became a vague blurr. So I started searching for the story behind this photo and I found the photographer in Australia.

Leila Jeffreys  myndar fugla og festir á filmu karakter þeirra, sterka liti sem og fegurð. Leila talar við fuglana á meðan tökur standa og segir hún að þeir séu  misþolinmóð módel. Kakadúarnir njóta þess að stilla sér upp en gárarnir eru á stöðugri hreyfingu. Hver mynd ber nafn fuglsins sem er myndaður og endurspeglar sú nafngift sérstöðu hverrar myndar.

Leila Jeffreys photographs birds and is able to wonderfully showcase their character, strong colors and beauty. Leila talks to them while she shoots and according to her they are not all as patient in their modeling. The cockatoos love to show off and pose but the budgies are constantly on the move. Each photo is named after the bird and mirrors the uniqueness of each photo.

Páfagaukar eru vinsæl gæludýr og var einn á mínu heimili í æsku.  Hvort sem um er að ræða arnpáfa, kakadúa eða gára þá eiga þeir það flestir sameiginlegt að vera fallegir og reisulegir. Oftast fagurlega skreyttir litríkum fjöðrum. Því eiga þeir vel heima sem myndefni á veggjum. Ég hvet ykkur til að skoða fleiri myndir eftir Leilu á vefsíðu hennar hér.

Parrots/parakeets are popular house pets and there was one in our house as I was growing up. Whether we are talking about macaws, cockatoos or budgies it seems they all have in common a certain kind of pride and beauty. Often adorned with colorful feathers. This is why they are perfect as art on the walls. Take a visit  to her website for more photos here.

Ég fann einnig annan listamann með skemmtilegar fuglamyndir. Það er Margaret Petchell frá Nýja Sjálandi sem málar myndir af páfagaukum sem og öðrum fuglum.  Akríl verkin hennar koma virkilega skemmtilega út.

I also found another artist showcasing birds. Margaret Petchell from New Zealand uses acrylics to paint beautiful bird paintings filled with colorful details.

Thanks to www.cushandnooks.blogspot.co.nz , www.thedesignchaser.com and http://janelholidaydesign.blogspot.com

 

 

 

2 thoughts on “Fuglar / Birds

  1. Pingback: Eldstæði / Fireplaces | Bryndís Eva Jónsdóttir

  2. Pingback: Tamarama, Sidney | Bryndís Eva Jónsdóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *