Iðnaðarútlit á glerveggjum / Industrial look on glasswalls

Hið flotta iðnaðarútlit stálramma með gleri í gengur nánast með hvaða stíl sem er, hvort sem rammarnir eru notaðar í glugga, veggi eða hurðir. Þetta er sniðug lausn til að stúka af rými þegar birtuflæði milli herbergja er mikilvægt og smart að nota í stað hefðbundinna veggja.

Metal casement in windows, walls and doors has the cool industrial look and goes well with almost any style. This is a clever solution to divide rooms without blocking the flow of light and a stylish look instead of traditional walls.

 

Athuga skal þó að hljóðeinangrun er lítil sem engin og við hér á Íslandi getum varla notað þessa lausn í útihurðir eða glugga  þar sem hita einangrun er lítil og því varmatapið mikið. En innandyra er þetta virkilega flott eins og myndir sýna.

Note that sound insulation is poor and here in Iceland and other winter cold areas these are not practical solutions as windows or doors leading outside due to lack of heat insulation. Inside, however, this look is really beautiful as the photos show.

Á myndum hér fyrir neðan er búið að einfalda útlitið sem gerir flekana stílhreinni og nýtískulegri. Stálramminn tengir okkur þó enn við upprunalega iðnaðarútlitið.

The photos below show a more simplified version so the look is more streamlined and modern. The steel frame though still connects to the industrial feel.

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19

Viltu fylgjast með mér? Líkaðu þá endilega við Facebook síðuna mína hér: Innanhússhönnun/Innanhússarkitektúr

2 thoughts on “Iðnaðarútlit á glerveggjum / Industrial look on glasswalls

  1. Pingback: Íbúð í París / A flat in Paris | Bryndís Eva Jónsdóttir

  2. Pingback: Heimsókn til Parísar / A home visit to Paris | Bryndís Eva Jónsdóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *