Innlit í verkefni / A peek into projects

Það er svo sannarlega lúxus vandamál í mínum bransa að hafa svo mikið að gera að átta tíma vinnudagar duga ekki. Margir spyrja um verkefnin mín af einskærum áhuga og datt mér því í hug að draga saman þau verk sem ég er að vinna að og birta sem bloggfærslu.

Þó verkin séu mörg þá eru þau öll á mismunandi stigum hönnunarferils og þannig gengur að sinna þeim öllum vel. Auðvitað hjálpar það mér að vera skipulagsfrík.  Myndaúrval er takmarkað vegna stöðu verkanna. Gaman væri að heyra frá þér, kæri lesandi, hvort þú hafir gaman af að skyggnast svona inn í minn litla atvinnuheim.

It is surely a luxurious problem to have within my field to have so many projects that a regular eight hour work day is out of the question. Many show interest in what I have going on and therefor I decided to summarize my ongoing projects and publish on my blog. Although the projects are many I can give each my full attention due to the various design stages they are in. It helps that I am super organized as well.  The photo range is limited since these projects are either on a design or construction phase. I would really like to hear from you, dear reader, if you enjoyed getting a sneak peek into my little professional world.

Ljúfmetisverslunin Búrið flytur í Grandagarð 35. Framkvæmdir eru í fullum gangi enda stutt í opnun. Þessi gamla verbúð breytist í fallega og skemmtilega sælkeraverslun með öllum þeim dýrindis ostum og vörum sem Búrverjar velja vandlega inn í söluhillurnar. Hér getið þið lesið meira um Búrið.

Búrið – the Icelandic Pantry moves to Grandagarður 35. It is now under construction and will open soon. This old fishing “hut” is changing into a beautiful and fun delicatessen including carefully selected delicious cheeses and other goodies. Here you can read more about Búrið.

 

Verktakafyrirtækið Integrum lét mynda einu íbúðina sem enn er á sölu í Friggjarbrunni 3 og valdi ég í þetta sinn húsgögn og muni frá Húsgagnahöllinni sem við blönduðum með húsgögnum í einkaeigu. Það er eiginlega ótrúlegt hvað svona verk tekur langan tíma en vissulega er það skemmtilegt. Myndir eru enn í vinnslu en það er ljósmyndarinn Anna María Sigurjónsdóttir sem myndaði. Ég kom að sjálfsögðu einnig að allri innanhússhönnun en hér getið þið lesið meira um það.  Gaman að minnast líka á að Integrum og ég erum í sameiningu að vinna að enn öðru fjölbýlishúsi!

The developer and contractor Integrum got me to style the only flat still on sale at Friggjarbrunnur 3 for a photo shoot. Furniture and decoration are a mix from the store Húsgagnahöllin and privately owned items. It takes a surprisingly long time to get an apartment ready for a photo shoot but it is fun work. Photos are still being processed and the very talented Anna María Sigurjónsdóttir is the photographer. Of course I had something to do with the interior design as well as you can read here. Integrum and I are currently working on a new apartment complex as well!

 

Baðherbergi númer tvö er í fullum framkvæmdagír hjá ungum drifkröftum í Vesturbænum og er flísaval í gangi þessa daga. Gólfið verður listaverk!

A young couples second bathroom in Reykjavík is in full construction swing and we are in the middle of choosing tiles. The floor will be a work of art!

 

Hönnunarvinna fyrir hið hressa fólk í HRESS er í fimmta gír en líkamsræktarstöðin á að fá smá andlitslyftingu. Nýjar merkingar innandyra, málning, lýsing, speglar og fleira og fleira í gangi hér. Mjög spennandi.

Design work for the fitness center HRESS is in fifth gear. The plan is to give it a boost with new signs, some color, new lighting and mirrors to only name a few things. Very exciting stuff.

 

Það er alltaf sérstaklega gaman þegar viðskiptavinur hefur samband í annað sinn til að vinna með mér að nýju verkefni. Eftir flott samstarf í útfærslu og hönnun baðherbergis þá skoðum við núna stofuna og skápalausnir í anddyri íbúðar í Hlíðunum.

It is always an honor to be called in a second time to customers. After a successful cooperation designing this clients bathroom I was called back in to advice on furniture arrangement in the livingroom and closet solutions in the foyer at my clients home in Reykjavík. 

 

Svo er ég að leggja lokahönd á svefnherbergi í Garðabænum en þar voru settar upp gardínur, hliðarborð og stór höfuðgafl við rúmið. Allt gert til að færa hlýju inn í annars kalt svefnherbergi. Nú leita ég að náttborðum og lömpum.

A bedroom in Garðabær is in the final stages of decoration. Curtains, side table and a large headboard has already been put up especially in the purpose of bringing in warmth. Now I am searching for the correct nighttable stands and tablelamps.

 

Mér finnst sérstaklega gaman að hanna eldhús og er einmitt með eitt í gangi núna. Grunnteikningar eru að fæðast með nokkrum hugmyndalausnum til að bera undir viðskiptavininn í Keflavík. Þegar allir eru sáttir við nýtt skipulag þá hefst ég handa við ásýndarteikningar og efnisval.

I really enjoy designing kitchens and I have one that is still in the space planning stage. A soon as I finish a couple of ideas I show it to my clients in Keflavík. When we have a layout that we all can agree on I start doing elevations and choosing materials.

 

Að lokum er það eftirfylgni heimaráðgjafar þar sem ég hjálpa til við að finna ný húsgögn inn á fallegt heimili ungra hjóna í Hafnarfirði.

Finally I am advising a young couple on what furniture to pick into their livingroom in their beautiful house in Hafnarfjörður.

 

Viltu fylgjast með mér? Líkaðu þá endilega við Facebook síðuna mína hér: Innanhússhönnun/Innanhússarkitektúr

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *