Allir eru að gera það gott nema ég / Styling the stylists

Gamall og góður pistill eftir mig sem birtist fyrr á árinu á vefsíðunni tiska.is. Birti hann aftur nú á minni eigin bloggsíðu með fleiri myndum. /  An oldie but goodie written for the Icelandic website tiska.is but reset here on my own blog site in English as well.

Við skoðum myndir af innanhússhönnun í tímaritum og á veraldarvefnum og látum okkur dreyma um húsgagna- og skrautmunabreytingar heima fyrir. Stundum rembumst við við að breyta stofunni okkar svo að hún verði eins og sú á myndinni sem gengur manna á milli á Pinterest eða skiljum ekkert í því hvernig óumbúið rúm getur verið svona fallegt á mynd en er fjarri því að vera snyrtilegt eða flott  hjá okkur. Við kaupum prjónaðar ábreiður og hendum á sófann en náum ekki alveg stílnum sem við sáum á netinu.

We look at interior design photos and dream of redecorating our own home. We might try to rearrange our living room in an attempt to copy a specific photo flying between Pinterest fans or we just do not understand how an unmade bed can look so pretty in a magazine photo but is far from being tidy or cool in our bedroom. We buy throws for the sofas but we can’t get it looking as effortless and beautiful as in the photo on the internet.

photocredit

Þessar flottu myndir sem við dáumst að en náum oft ekki að endurgera heima hjá okkur eru meistaraverk stílistanna. Stundum er búið að snúa því heimili sem er verið að mynda nokkrum sinnum á haus til að ná réttu ljósmyndinni. Smáhlutum og myndum er raðað upp út frá sjónarhorni linsunnar og þeirrar stemningu sem stílistinn sækist eftir.

These very cool spaces we so admire but have a hard time redoing in our own homes are the work of very talented stylists. In some cases the whole home in the photo shoot has been rearranged several times to get the perfect shot. All the smaller items have been carefully placed to suit the view of the lens and to achieve the correct atmosphere by the stylist.

Ef við skoðum myndirnar vel þá gengur ýmis uppröðun bara alls ekkert upp í daglegri notkun rýmisins. Fallegar glerflöskur á gólfinu við sófann væru fljótar að brotna við venjulega umgengni, stóllinn með gærunni stendur fyrir dyrum inn á baðherbergið og loftljósin eru svo neðarlega að meðalmaður væri búinn að rota sig nokkrum sinnum á gangi um íbúðina.

If we really look at these photos we see that some of the arrangements just do not work in everyday use. Pretty glass bottles on the floor would soon break under normal conduct, the chair with the fur hide is placed in front of the bathroom door and the ceiling fixtures hang so low that a regular height person would have knocked himself out several times walking around the apartment.

photocredit

Í rauninni er hver ljósmynd orðin að listaverki þar sem eigandi íbúðar, hönnuður íbúðar, stílisti  og ljósmyndari tímarits vinna öll saman að uppstillingu sem við flest dáumst að og týnum okkur í þótt notagildið sé takmarkað.

Svo slakið á og njótið – ekkert frekar en að við þurfum, getum eða viljum líta út eins og hrukkulausar fótósjoppaðar mjónur á forsíðum tískutímarita þurfum við að fylgja stíliseruðum myndum af heimilum. Njótið þeirra sem listaverka eða sem hvatningu til að breyta heima fyrir – annað eru þær ekki.

In reality the photos are works of art where the homeowner, designer, stylist and the magazine photographer all work towards the aim of arranging the space for us to admire and dream about although the spaces are not very practical in real life.  

So relax and enjoy – no more then we have to or want to look like photo shopped models on the front pages of fashion magazines we don’t have to have a photo flawless home. Enjoy the photos as pretty artwork and sure, be inspired by them – that is their purpose.

Hér er stílisti við vinnu / here is a stylist at work

Myndin í svarta rammanum er á bekknum við borðið. Um leið og ljósmyndarinn er búinn að smella af fer myndin á sinn stað – hvar sem hann nú er. Annars er erfitt að nota bekkinn sem sæti. / The framed art is sitting on the bench by the table. As soon as the shoot is over the frame goes back to its original place – wherever that is. Otherwise the bench can not be used.

 

Hér sjáum við „stíliseringu“ skref fyrir skref. Stílisti er Tina Hellberg. Ljósmyndir Magnus Anesund fyrir Elle Interiör. / Here we see step-by-step styling by Tina Hellberg and photos by Magnus Anesund for Elle Interiör.

 

Sitt hvort eldhúsið – eða hvað? Þetta er eldhús stílistans Jóhönnu Flyckt Gashi frá Svíþjóð. Hvort eldhúsið var nú sett upp fyrir tímaritaljósmyndun? Kannski bæði? /  Two different kitchens  – or is it so? This kitchen belongs to the Swedish stylist Johanna Flyckt Gashi. Was the kitchen rearranged and restyled for both these photos?

Photos from Elle Interiör and Maison decor

 

 

 

One thought on “Allir eru að gera það gott nema ég / Styling the stylists

  1. Pingback: Óumbúin rúm / Unmade beds | Bryndís Eva Jónsdóttir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *