Carmel Seymour

Ég sá fyrst vatnslitamyndir eftir Carmel Seymour á áströlsku bloggi og týndi mér svo í myndunum að ég tók ekki eftir textanum. Myndirnar kveiktu þó forvitni mína um listamanninn og að lokum tók ég að lesa viðtalið sem fylgdi. Mér kom skemmtilega á óvart að sjá að Carmel var stödd á Íslandi. Hún fæddist í Englandi, ólst upp í Ástralíu en er nú í meistaranámi í Listaháskólanum í Reykjavík. Þetta var sérstaklega skemmtileg tilviljun.

It was on an Australian blog where I first saw the watercolor artwork by Carmel Seymour and I got got so lost in the artwork that I didn’t pay any attention to the interview itself. The art sparked my curiosity on the artist which finally led me to read the interview. It was a fun surprise to read that Carmel was staying in Iceland! She was born in England, raised in Australia and is now attending the Academy of Arts in Iceland, working on her Masters of Arts. What a wonderful coincidence.

Teikningar hennar eru raunsæjar í bland við draumkenndar vatnslitasprengjur. Hversdagsleiki og tilfinningar tengjast ævintýrum, töfrum, sögum og dagdraumum. Léttleiki myndanna gerir að verkum að ég nánast held niðri í mér andanum, eins og ég vilji ekki trufla, á meðan ég skoða þær.

Her artwork shows realistic drawings mixed with watercolor bombs. The everyday life and emotions connect to adventures, magic, stories and daydreams. The airy feel in each piece almost makes me hold my breath, as not to interfere. 

Ég gat ekki stillt mig um að spyrja Carmel út í Íslandsdvölina og hafði því samband við hana.                                                                                                                                         I couldn’t help but ask Carmel about her stay in Iceland so I got in touch with her.

photo courtesy of The Design Files

 Af hverju var meistaranám Listaháskóla Íslands fyrir valinu?                                          Why did you pick Listaháskólinn in Iceland for your masters?

Ég fluttist til Íslands fyrir þremur árum. Þegar ég kom til Reykjavíkur fyrst var ég með tímabundið dvalarleyfi en hitti íslenskan eiginmann minn aðeins viku síðar. Ég var komin með samþykki fyrir inntöku í meistaranám í Ástralíu en varð að fresta því, þannig að þegar Listaháskólinn bauð upp á slíkt nám fannst mér það fyrirboði um að rétt væri að stunda námið hér. Ég fékk námsstyrk frá Ástralíu svo að allt féll í réttar skorður.

I moved to Iceland three years ago. I first came to Reykjavik on a residency and I met my Icelandic husband a week later! I had been accepted into a Masters program in Australia but I had put that on hold so when Listahaskoli offered a course I thought it was a good sign to do it here. I won a scholarship from Australia to help me so it all fell into place.

 Hvað áætlar þú að gera eftir námið? Verður þú áfram á Íslandi, ferðu til Ástralíu eða  lætur þú kylfu ráða kasti?                                                                                                     What are your plans when graduating? Stay here, go back to Australia or leave it  all to chance?

Ég býst við að dvelja hér um sinn. Ég elska að búa á Íslandi og kunni aldrei við hitann í Ástralíu svo að þetta hentar mér vel. Hins vegar erum við bæði opin fyrir því að flytja til baka einhvern daginn ef okkur líst þannig á.

I think we will stay here for the time being. I love living in Iceland and I never liked the heat of Australia so it suits me well. However we are both open to moving back someday if it seems right.

 Er það þjóðrembingsleg ósk eða sé ég sterka tengingu við íslenskt hraun og mosa í  sumum verka þinna, eins og til dæmis The sound a ghost makes og Moon moves  because it wants to?                                                                                                          Can I see Icelandic lava, moss and mountain formation in your work or is that just  wishful thinking on my Icelandic part, f.i. The sound a ghost makes and Moon  moves because it wants to?

Já, það er rétt. Það var heilmikill mosi og hraun í sumum verka minna á tímabili, sérstaklega eftir fyrstu heimsókn mína hingað. Ég er enn mjög hrifin af landslaginu hérna. Það líkist ekki neinu sem ég hef áður sé og ég á enn eftir að kynnast svo miklu af landinu.

Yes, you are right. There was a lot of moss and lava in some of my work for a while, particularly after my first trip here. I am still really taken with the landscape here. It really is like nothing I have ever seen before and I still have so much of the country to explore.

 Hvað finnst þér um listaumhverfið á Íslandi?                                                                     What are your thoughts on the artistic scenery here in Iceland?

Listalífið er mjög fjörugt miðað við höfðatölu. Svo virðist sem verið sé að opna fullt af nýjum litlum stöðum og það er mikill hugur í mönnum, allt annað en í Melbourne. Reykjavík er kannski ekki eins opin fyrir málverki eins og Melbourne þar sem eru mörg stór gallerí sem hafa verið starfrækt lengi.

The art scene is really active considering the size of the population. There seems to be a lot of new small spaces opening up and a lot of energy, it is so different to Melbourne. Reykjavik is maybe not as open to painting as Melbourne where we have a lot of long running bigger galleries.

 Ertu með sýningu í höfuðborginni á næstunni?                                                                Are there any upcoming exhibitions in Reykjavík showing your artwork?

Engar sýningar í bígerð, aðeins útskriftarsýningin mín í maí. Ég er ritgerðarskriftarvélmenni eins og stendur.

No shows coming up, just my graduation show in May. I am a thesis writing robot at the moment!

Carmel er með vefsíðu þar sem hægt er að sjá fleiri verk. Smellið endilega á linkinn: Carmel has a website where she shows her artwork. Check it out here:                    Carmel Seymour

Viltu fylgjast með mér? Líkaðu þá endilega við Facebook síðuna mína hér:                     Stay tuned via my facebook page : Innanhússhönnun/Innanhússarkitektúr

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *