Íbúð í Malmö / An apartment in Malmö

Þessi glæsilega íbúð er í virðulegu húsi í Malmö, Svíþjóð. Lofthæðin er mikil og herbergin rúmgóð. Í íbúðinni er eitt svefnherbergi, borðstofa, stofa, eldhús og bað en forstofa og gangur renna saman. Gullfallegir skrautlistar auka á glæsileika rýmisins og falleg húsgögn gera þessa íbúð virkilega flotta. Hér er að finna húsgögn og muni eftir nafntogaða hönnuði  og er stílisering virkilega góð. Það er ákveðin mýkt og ró yfir öllu. Glæsileiki og fágun.

This gorgeous apartment is in a stately house in Malmö, Sweden. Tall ceilings and spacious rooms. This apartment includes a living and dining room, one bedroom, kitchen, bath and foyer runs into the main hall. The beautiful  moldings add to the richness and the furniture make this apartment totally stunning. Here we see furniture and lamps from renowned designers and the styling is exceptionally good.  There is some kind of calm and refinement , grace and beauty to be found here.

 

Þó þykir mér eldhúsinnréttingin stinga í stúf við annað og væri gaman að hanna hér glæsilegt eldhús en reyna þó að halda í gamla stílinn. Sama má segja um baðherbergið sem þarfnast alls herjar endurgerðar. Í svefnherberginu væri ég fljót til að setja upp skápa og rífa þessi tjöld niður, ekki vegna útlitsins heldur vegna þess að það er mun praktískara.

The kitchen, however, does not quite fit in and it would be a fun project to design a beautiful kitchen into this space. The same goes for the bathroom which needs a total renovation. In the bedroom I would be quick to replace the large red curtains for some clothing closets, not due to aesthetics but because of practicality.

En þið eruð kannski öll nú þegar búin að kveikja á því að þetta er stíliseruð íbúð á sölu. Þessar stórkostlegu myndir gera það því að verkum að endurgerð á heilu eldhúsi, baðherbergi og kaup á fataskápum verður að aukaatriði. Alla vega þangað til við kíkjum í budduna. Hér má svo sannarlega hrósa stílistanum og ljósmyndaranum enda markmiðinu náð.

But maybe you have already guessed by now that this is a stylized apartment on sale. These fantastic photos make us think redoing a kitchen, bath and bedroom closets are just secondary, unimportant little projects. At least until we look into our wallet. Compliments to the stylist and the photographer for a job well done. 

Myndir /photo: Bolaget

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *