Listaverk í yfirstærð / Oversized artwork

Stundum er myndin aðalatriði rýmisins og skyggir á allt annað en einnig má sjá stór verk mynda hlutlausan bakgrunn.  Oftast er þó reynt að láta listaverkin vera í jafnvægi við umhverfið, þannig að húsgögn, litir og skipulag herbergja er tekið með inn í dæmið þegar staðsetning er valin.  Hvort sem um er að ræða ljósmyndir, grafísk verk eða málverk þá er það stærðin sem skiptir hér máli. Allt á að vera í yfirstærð.

They can be the main focus of attention and overpower everything els or the can play as a neutral  background. Most of the time we see the artwork location and size balance well with the layout, furniture and colors of the space. Whether we are seeing prints, paintings, or photographs the main goal here is size, oversize to be exact.

Andlits eða portrett myndir er vinsælt efni og oftar en ekki með keim af dramatík. Myndir af dýrum eru líka algengar. Listamaðurinn Antonio Mora blandar saman náttúru og kvenmannsandlitum í sínum verkum en hér sjáið þið nokkur þeirra.

 

Portrait photos are popular and most of them filled with drama. Pieces showing animals are common as well. The artist Antonio Mora mixes nature with female faces as shown here above.

Væri ekki stórkostlegt að veggfóðra heilan vegg með eitt af þessum verkum eftir Önnu Maríu Sigurjónsdóttur ljósmyndara sem við sjáum hér fyrir neðan?  Í stað þess að horfa á sjónvarpið gætum við týnt okkur í að lesa sögur úr andlitum þessara íslensku fyrirsætna.

Would it not be fabulous to cover a whole wall with one of Anna María Sigurjónsdóttir photograph’s seen here below? Instead of watching television we could lose track of time reading into the faces of these Icelandic models.

photos above taken from AMS personal facebook page.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *