Sönn saga / True story

“Er þetta ekki flott hjá mér”? spurði hún mig er ég kíkti heim til hennar eftir endurgerð á eldhúsi. Ég svaraði heiðarlega : “Þetta eru fallegar innréttingar“ en bætti ekki við hvað mér þótti um skipulagið. Ekki fyrr en tveimur mánuðum síðar er ég hitti sömu konu og hún fór að tjá sig um sjálft vinnuumhverfi eldhússins ræddum við það sem ég sá strax. Kæliskápurinn var of langt frá aðalvinnuborðinu, frálegg vantaði við hlið helluborðs og staðsetning á uppþvottavél lokaði inngangi er hún var opin. Þó eldhúsið hafi verið fallegt þótti henni ekki sérlega gott að vinna í því. Það er mikil synd að leggja mikla peninga í endurgerð eldhúss og hafa það svo ekki í lagi. Það þarf nefnilega meira til í hönnun en að hafa auga fyrir fallegum hlutum eða innréttingum. Nær allir innanhússarkitektar vinna með verkkaupum en ekki einungis fyrir verkkaupa og því fá viðskiptavinir tækifæri á að koma sínum skoðunum og hugmyndum á framfæri. Að ráða til sín innanhússarkitekt þýðir ekki að verkkaupi fái ekkert að segja til um sitt umhverfi. Síður en svo! Við höfum nám að baki, þekkingu og reynslu sem kemur að notum við hönnun og skipulagningu. Hugsið ykkur því vel um áður en farið er af stað í framkvæmdir. Fagleg aðstoð borgar sig.

Don‘t you think I did a great job? she asked me when I visited after her kitchen remodeling. I answered honestly : „ Beautiful cabinets“ but I stayed quiet about my thoughts on the layout. It was not until we met again a couple of months later when she herself started talking about the work environment of the kitchen that we discussed what I had seen right from the start. The fridge stood too far away from the main work counter, there was hardly any counter space beside the hob and the placement of the dishwasher blocked an entry when open. Although the kitchen looked great it was difficult to work in it. It is certainly a shame to put in a large amount of money into redoing a kitchen and then not have it function properly. It takes more than an eye for beauty to be able to do interior design. Almost every interior designer works not only for their clients but with them so if you have certain ideas or opinions they will listen. To hire an interior designer does not mean that clients will lose control over their own environment. Not at all! We have an education, knowledge and experience that benefits all interior design work. So think twice before you launch into remodeling.  Professional assistance will help.

 

Útbúum nesti fyrir ferðina – við erum á leið frá vaskinum að eldavélinni!                           Let‘s pack for a picnic – we are heading from the sink to the stove!

Viltu fylgjast með mér? Líkaðu þá endilega við Facebook síðuna mína hér:                        My facebook page : Innanhússhönnun/Innanhússarkitektúr

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *