Stór PLÚS / A big PLUS

 

Plús merkið eða jafnarma kross er vinsælt tákn í margskonar hönnun í dag. Táknið er einfalt og formfagurt og er það áreiðanlega ein ástæða vinsældar þess hvort sem er í textíl hönnun eða sem verk á veggi.

The plus sign or the equal-armed cross is a popular form to use in design these days. The form is simple yet beautiful and that is probably the main reason for its popularity whether in textile usage or as art on the wall.

Margir þekkja orðið púða og teppi sem Pia Wallén hannar og selur enda vinsælt að nota af stílistum norðurlandanna. Ekki veit ég hvort hennar hönnun kom bylgjunni af stað en eitt er ljóst að bylgjan fór heldur betur af stað.

Pia Wallén designs and sells pillows and blankets now known to many that follow Nordic design as her textile products are often used by our Nordic stylists. I am not sure if her product design started the wave but one thing is for sure, the wave began.

 

Hefur þetta form þýðingu? Rauði Krossinn, spítali, Grikkland, jafnvægi, hjálparstarfssemi, fjórar árstíðir, kristni, plús en ekki mínus eða er þetta einfaldlega hreint form sem táknar ekki neitt? Flest getum við þó verið sammála um að styrkleiki formsins er einfaldleikinn og hverjum og einum er frjálst að hafa sína skoðun á forminu.

Does this form have a meaning? The Red Cross, hospitals, Greece, balance, aid workers, the four seasons, Christianity, plus but not minus or is this just a pure form with no meaning at all? Certainly most of us can agree that its strength is simplicity and to each his own concerning the meaning.

credit: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *