Þetta verk þarfnast fleiri ljósmynda og þar sem vantar ögn upp á að húsið verði alveg klárt þá ákvað ég að taka aðeins nokkrar myndir til að sýna núna en það koma sannarlega fleiri myndir síðar. Continue reading
Author Archives: bryndis
Verkheiti / projectname : S22
Í gömlu hverfi í Reykjavík er tveggja hæða íbúð sem fékk smá yfirhalningu. Ég var fengin til að aðstoða við húsgagnakaup í stofu og borðstofu en stundum verða verk stærri en lagt er upp með. Ákveðið var að skipta um gólfefni, stækka op milli rýma og lagfæra svefnherbergið. Continue reading
Verslun & vörur : Gagn
Gagn er lítið hönnunar- og handverksfyrirtæki á Sauðárkróki rekið af hjónunum Magnúsi Frey Gíslasyni og Kolbrúnu Dögg Sigurðardóttur. Magnús Freyr lærði arkitektúr í Danmörku og húsgagnasmíði hér á Íslandi en þau fluttu á Sauðárkrók árið 2015 þar sem þau eiga bæði rætur að rekja til Skagafjarðar. Continue reading
Verkheiti / project name: H25
Það var skemmtilegt að koma inn í hús sem ég þekkti úr barnæsku. Húsið í Garðabænum var hús ömmu og afa vinkonu minnar. Nýjir eigendur höfðu breytt og bætt húsið við kaupin en nú, nokkrum árum síðar, átti að fara í stækkun og þar af leiðandi skipulagsbreytingar innandyra. Þetta var stórt verk sem unnið var í nánu samstarfi við eigendur og arkitekt. Farið var í allsherjar veggjabreytingar, tilfærsla á rýmum en eldhúsið færðist í nýju viðbygginguna, nýjar innréttingar og ný efni voru sett inn ásamt nýrri lýsingu. Continue reading
Verkheiti / project name : M13
Einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu fékk yfirhalningu þegar ný fjölskylda flutti inn. Skipulagi var breytt, nýjar innréttingar voru hannaðar og settar upp ásamt nýjum tækjum, lýsing tekin í gegn, ný gólfefni sett á og nýjar innihurðir valdar. Við létum slétta hraunaða veggi og hvítmála alla gluggapósta. Innréttingar eru allar sérsmíðaðar og úr reyktri eik en á gólfi eru parketflísar. Continue reading
Verkheiti G11 / Project name G11
Ég hef skrifað um gömlu húsin áður þar sem algengt er að hver hæð rýmir mörg lítil herbergi. Eigendur þessa húss vildu ná betra flæði á aðalhæðinni með því að opna og fjarlægja veggi. Eldhúsinnréttingin var gömul, lúin og fjarri því að standast kröfur nútímans. Continue reading
Verkheiti / project name : F31
Hjónin vildu skipta út þreyttri eldhúsinnréttingu og úr varð að skipulagi eldhúss var breytt í leiðinni. Farið var úr U-laga eldhúsi með matarkrók við glugga yfir í L-laga eldhús og matarborð fært innar í rýmið. Continue reading
Kristjana S Williams
Ævintýraheimar Kristjönu S Williams eru heillandi og litríkir. Hin hálf íslenska og hálf enska listakona, Kristjana, hannar textílmynstur fyrir púða, fatnað, myndverk og veggfóður þar sem smáatriðin skipta máli og draga mann inn í hvert verk. Continue reading
2017
Gleðilegt ár, kæru lesendur. Ég vil þakka ykkur öllum fyrir að fylgjast með skrifum mínum sem þó hafa verið stopul seinni hluta árs vegna anna í vinnu. Nú tek ég upp þráðinn við ykkur aftur og stefni að reglulegum bloggskrifum en þó með lengra millibili en ég remdist við á síðasta ári.
Það verður aukning hjá mér af skrifum sem vísa á aðrar vefsíður, ég held ráðleggingum og ábendingum áfram sem og sýni heimili sem mér þykja vel hönnuð og falleg. Maðurinn minn gaf mér flotta myndavél í jólagjöf svo nú get ég sjálf tekið myndir af minni verkum og sýnt ykkur. Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að nýta mér fagaðstoð þegar mynda skal stærri verk.
Ég vona að árið 2017 verði ykkur öllum gott og skemmtilegt.
photocredit : elledecoration
Happy New Year, dear readers. Thank you for following my blog although I’ve hardly written much since last summer due to work overload. I will now pick up where I left off and start blogging again on a regular basis but with a longer time period between entries. This is necessary to keep my balance between work and family.
There will be an increase in writings that lead to other bloggsites, my advice and tips will continue and I’ll show homes that I think are well designed and beautiful. My husband gave me a pro camera for Christmas so now I can photograph smaller projects and show you. For projects bigger in scale I will certainly stick with pro photographers.
I hope 2017 will bring you kindness and joy.
photocredit : my domain
Islanders
Mig langar að benda lesendum mínum, íslenskum sem erlendum, á vefsíðu sem er með það eitt að markmiði að sýna íslensk heimili. Continue reading