Author Archives: bryndis
Gamlar portrett myndir á nýjum stöðum / Old portraits in new places
Gamlar málaðar portrett myndir í rýmum dagsins í dag? Já, vegna þess að þær auka á glæsileika, skapa dýpt og vekja forvitni. Þar sem ég er aðdáendi málaralistar 19.aldar er ég hlutdræg en rennið í gegnum þessar ljósmyndir sem ég hef safnað saman af flottum nútíma herbergjum þar sem gamlar portrettmyndir eru notaðar til skrauts. Kemur þetta ekki vel út?
Carlton Landing, Oklahoma
Hverfið og samfélagið Carlton Landing kennir börnum hvaðan maturinn kemur með sameiginlegu svæði til matarræktunar,fersk egg fást á stóru sameiginlegu hænsnabúi og geitur veita geitamjólk. Sem sagt heilbrigður fjölskylduvænn lífstíll. Húsið sem við heimsækjum endurspeglar þessa lífssýn Continue reading
Mynd vikunnar/ Photo of the week
Opið hús / Open house
Ertu að leita þér að íbúð? Opið hús í dag þriðjudaginn 20.janúar eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Sjá myndir og grein hér að neðan. Aðeins tvær íbúðir eftir í þessu fallega húsi. Sjá frekari myndir hér.
Masters, Kartell
Masters stóllinn frá Kartell er að mínu mati listaverk en Philippe Starck setti saman þrjá heimsfræga hönnunarstóla í einn. Ef grannt er athugað má sjá útlínur Sjöu Arne Jacobsen, Tulip stól Eero Saarinen og Eiffel stól Charles Eames. Nafn stólsins, Meistarar (Masters), er því afar viðeigandi. Continue reading
Hús minninga / House of Memories
Það kemur ekki á óvart að þetta hús í New York sé nefnt Hús minninga. Eigandinn fékk hóp úr félaginu SITE (Sculpture in the Environment) til að endurgera húsið að innan en SITE er félag listamanna og arkítekta sem vinna að umhverfis-, sjón- og höggmyndalist. Continue reading
Mynd vikunnar / Photo of the week
Þessi mynd heillaði mig strax og þó ég hefði valið aðra húsgagnablöndu og raðað þeim öðruvísi upp þá get ég ekki neitað því að rýmið í heild er töff. Continue reading
Ský á veggi / Clouds on the wall
Veiðum skýin, römmum þau inn og hengjum á vegginn. Continue reading
Hlutfall / Proportion
Hlutföll, hlutföll, hlutföll. Sjálfsagt hafa sumir viðskiptavinir mínir hrist höfuðið yfir allt þetta tal um hlutföll sem ég tel mjög mikilvægt í allri hönnun. Hægt er að lesa um hvað hlutfall er á Wikipedia en það er ekki til eitt alheimshlutfall sem virkar alls staðar þó hlutfallsreglan sé sú sama. Allt er þetta tengt ótal þáttum,breytum sem eru mismunandi á hverjum stað. Nú, eftir alla þessa ræðu þá verð ég að viðurkenna að ég hef mjög gaman af að sjá þegar leikið er með hlutföll og stærðir á óhefðbundin hátt. Continue reading