Mottur geta gefið hlýju, búið til ramma og afgirt eða umfaðmað húsgagnauppröðun, gefið herberginu lit eða verið hlutlaus samnefnari. Mottur geta breytt ásýnd herbergis algerlega og sett punktinn yfir i-ið þegar kemur að flottri stíliseringu. Herbergi eru mismunandi að stærð og smekkur manna misjafn og velja á mottur í samræmi við það, en einnig skal hafa í huga hlutverk mottunnar. Við val á mottu í forstofu skiptir máli hve auðvelt er að þrífa hana, stofumotta má vera mjúk með háu flosi en betra er að hafa mottu undir borðstofuborði sem auðvelt er að ryksuga. Continue reading
Category Archives: Inspiration
Fimm ráð við uppröðun húsmuna / Five tips on arranging accessories
Vissulega eru til merkilegri aðgerðir en uppröðun húsmuna á heimilinu en það verður þó að segjast að rétt uppröðun þeirra getur gerbreytt útliti húsgagnsins sem þeir standa á og einnig fært meiri athygli á munina sjálfa. Þú færð vonandi stíliseringu í takt við flottustu myndir í innanhússtímaritum með eftirfarandi ráðum. Continue reading
Gull & látún / Gold & brass
Látún og gylling í innréttingum er ekki orðin algeng sjón en þó er farið að nota það í meira mæli en áður. Það þótti ekki fínt að hafa gyllta lampa eða höldur og hvað þá heilu innréttingarnar þegar stálið tröllreið öllu. Það eru svo sannarlega straumar og stefnur í innanhússhönnun eins og í flestu öðru. Continue reading
Hringlaga speglar / Round mirrors
Ég er ein af þeim sem gladdist endurkomu hringlaga speglna. Meira að segja þegar allir speglar áttu að vera með 90 gráðu horn þá hugsaði ég til þeirra, svona í laumi. Nú eru nokkur ár síðan kringlóttu speglarnir urðu hluti af tískunni og enn eru þeir vinsælir.
Blandaðir málmar / Mixed metals
Enn heldur málmveislan áfram samkvæmt hönnunarsýningunni Salone del mobile í Mílanó og enginn einn málmur eða málmlitur er meira áberandi en annar. Gylltar vörur, kopar vörur og silfraðar, hvort sem um er að ræða ál, stál eða króm. Kíkið á þessar vörur sem sýndar voru á sýningunni þetta ár.
The metal feast is still going strong according to the design fair Salone del mobile in Milan and no one metal or metal color is more dominant than any other. Products out of copper and brass, as well as silver, be it aluminum, chrome or steel. Take a look at these products from the Milan show 2015. Continue reading
Skrýtnu hornin / The odd corners
Er autt horn heima hjá þér sem virkar tómlegt en þú veist ekki hvað ætti að fylla það? Hér eru sex hugmyndir fyrir einmitt þannig horn.
Do you have an empty corner in your home that looks a bit naked but you don’t know what to do with? Here are six ideas for just that corner. Continue reading
Karlavägen 76
Allar íbúðir við Karlavägen 76 í Stokkhólmi voru keyptar og gerðar upp í svipuðum stíl af verktakafyrirtækinu Oscar Properties og svo settar aftur á sölu. Gæði og lúxus einkenna íbúðir í þessum stigagangi þar sem carrara marmari, hvíttað plankaparkett, látún og gráar innréttingar upp að hvítum veggjum er gegnumgangandi þema í húsinu. Continue reading
Íbúð í Gautaborg / A flat in Gothenburg
Stundum smellur allt, stílisering og umgjörð. Svört stílhrein húsgögn, gömul málverk á veggjum, kristallljósakrónur, marmaragólf, mikil lofthæð, guðdómlegt útsýni og kaktusinn; nýjasta stíliseringaæðið. Continue reading
Ikea & Ilse Crawford
Sinnerlig línan er afrakstur samstarfs Ikea og Ilse Crawford en Ilse er vel þekktur breskur hönnuður. Samkvæmt netfréttum verður línan komin í Ikea verslanir haustið 2015. Continue reading
Ský á veggi / Clouds on the wall
Veiðum skýin, römmum þau inn og hengjum á vegginn. Continue reading