Gamlar portrett myndir á nýjum stöðum / Old portraits in new places

via

Gamlar málaðar portrett myndir í rýmum dagsins í dag? Já, vegna þess að þær auka á glæsileika, skapa dýpt og vekja forvitni. Þar sem ég er aðdáendi málaralistar 19.aldar er ég hlutdræg en rennið í gegnum þessar ljósmyndir sem ég hef safnað saman af flottum nútíma herbergjum þar sem gamlar portrettmyndir eru notaðar til skrauts. Kemur þetta ekki vel út?

Continue reading

Masters, Kartell

Masters stóllinn frá Kartell er að mínu mati listaverk en Philippe Starck setti saman þrjá heimsfræga hönnunarstóla í einn. Ef grannt er athugað má sjá útlínur Sjöu Arne Jacobsen, Tulip stól Eero Saarinen og Eiffel stól Charles Eames. Nafn stólsins, Meistarar (Masters), er því afar viðeigandi. Continue reading

Hlutfall / Proportion

Hlutföll, hlutföll, hlutföll. Sjálfsagt hafa sumir viðskiptavinir mínir hrist höfuðið yfir allt þetta tal um hlutföll sem ég tel mjög mikilvægt í allri hönnun. Hægt er að lesa um hvað hlutfall er á Wikipedia en það er ekki til eitt alheimshlutfall sem virkar alls staðar þó hlutfallsreglan sé sú sama. Allt er þetta tengt ótal þáttum,breytum sem eru mismunandi á hverjum stað.  Nú, eftir alla þessa ræðu þá verð ég að viðurkenna að ég hef mjög gaman af að sjá þegar leikið er með hlutföll og stærðir á óhefðbundin hátt. Continue reading