Litur ársins / Color of the year

Pantone kom öllum á óvart núna. Ekki endilega með val á lit heldur fremur að tveir litir voru valdir sem litur ársins 2016 (já, þeir halda eintölunni). Það var vitað að sá bleiki væri stígandi í vinsældum, það er að segja þessi mjúki, hlýji og mildi bleiki litur sem Pantone kallar Rose quarts. Við hlið þess bleika völdu þeir kaldan ljós bláan sem þeir nefna Serenity.Tveir litir kynntir sem Pantone litur ársins 2016. Continue reading