2017

Gleðilegt ár, kæru lesendur.  Ég vil þakka ykkur öllum fyrir að fylgjast með skrifum mínum sem þó hafa verið stopul seinni hluta árs vegna anna í vinnu. Nú tek ég upp þráðinn við ykkur aftur og stefni að reglulegum bloggskrifum en þó með lengra millibili en ég remdist við á síðasta ári.

Það verður aukning hjá mér af skrifum sem vísa á aðrar vefsíður, ég held ráðleggingum og ábendingum áfram sem og sýni heimili sem mér þykja vel hönnuð og falleg. Maðurinn minn gaf mér flotta myndavél í jólagjöf svo nú get ég sjálf tekið myndir af minni verkum og sýnt ykkur. Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að nýta mér fagaðstoð þegar mynda skal stærri verk.

Ég vona að árið 2017 verði ykkur öllum gott og skemmtilegt.

photocredit : elledecoration

Happy New Year, dear readers. Thank you for following my blog although I’ve hardly written much since last summer due to work overload. I will now pick up where I left off and start blogging again on a regular basis but with a longer time period between entries. This is necessary to keep my balance between work and family.

There will be an increase in writings that lead to other bloggsites, my advice and tips will continue and I’ll show homes that I think are well designed and beautiful. My husband gave me a pro camera for Christmas so now I can photograph smaller projects and show you. For projects bigger in scale I will certainly stick with pro photographers.

I hope 2017 will bring you kindness and joy.

photocredit : my domain

6 ráð við staðsetningu mottu / 6 guidelines on rug placement

Mottur geta gefið hlýju, búið til ramma og afgirt eða umfaðmað húsgagnauppröðun, gefið herberginu lit eða verið hlutlaus samnefnari. Mottur geta breytt ásýnd herbergis algerlega og sett punktinn yfir i-ið þegar kemur að flottri stíliseringu. Herbergi eru mismunandi að stærð og smekkur manna misjafn og velja á mottur í samræmi við það, en einnig skal hafa í huga hlutverk mottunnar. Við val á mottu í forstofu skiptir máli hve auðvelt er að þrífa hana, stofumotta má vera mjúk með háu flosi en betra er að hafa mottu undir borðstofuborði sem auðvelt er að ryksuga. Continue reading