Hverfið og samfélagið Carlton Landing kennir börnum hvaðan maturinn kemur með sameiginlegu svæði til matarræktunar,fersk egg fást á stóru sameiginlegu hænsnabúi og geitur veita geitamjólk. Sem sagt heilbrigður fjölskylduvænn lífstíll. Húsið sem við heimsækjum endurspeglar þessa lífssýn Continue reading
Category Archives: Home visits
Hús minninga / House of Memories
Það kemur ekki á óvart að þetta hús í New York sé nefnt Hús minninga. Eigandinn fékk hóp úr félaginu SITE (Sculpture in the Environment) til að endurgera húsið að innan en SITE er félag listamanna og arkítekta sem vinna að umhverfis-, sjón- og höggmyndalist. Continue reading
Hlið keisarans / Emperor’s Gate
Þessi þriggja hæða íbúð í London vann verðlaun fyrir Innanhússarkitektúr 2014 sem The Sunday Times, British Homes Award veitti en fyrir var íbúð á hverri hæð. Það var arkitektastofan Dyer Grimes Architecture sem sá um hönnunina sem fólst í að gera þessar þrjár hæðir að einni íbúð. Continue reading
Jólaheimsókn til Tine K / A x-mas visit to Tine K
Hér kíkjum við í jólaheimsókn til hönnuðarins Tine Kjeldsen eða Tine K eins og flestir þekkja hana. Einfaldar skreytingar og lítið af þeim. Jólatréð er sem dæmi algerlega óskreytt.
Tamarama, Sidney
Hönnunarteymið Decus Interior endurgerðu íbúð við Tamarama strönd í Sidney, Ástralíu og útkoman er afar flott. Innréttingahönnun, efnis- og húsgagnaval var í þeirra höndum sem og listaverkaval á veggi. Continue reading
Íslendingar í DK / Icelandic home In Denmark
Það hlaut að vera! Fallegt heimili á danskri eyju (a beautiful home on a Danish island) var heitið á bloggfærslu The Style Files sem ég las og það var eitthvað sem kveikti á Íslandi hjá mér við skoðun myndanna (takið eftir listaverkunum). Continue reading
Eitthvað annað / Something else
Mikið er gaman að sjá stílista sænskra fasteignasala fara í eitthvað annað en svart hvíta „lúkkið“ en hér sjáum við stíliseringu íbúðar í Stokkhólmi eftir Pella Hedeby og Marie Ramse fyrir fasteignasöluna JM. Skandínavíski hreini og mjúki Continue reading
Plöntuveggur í Dnipropetrovsk / Gardening wall in Dnipropetrovsk
Útsýnið yfir ánna Dnipro heillaði hönnuði SVOYA Studio og veitti þeim innblástur við hönnun þessarar íbúðar í Dnipropetrovsk, Úkraínu. Íbúðinni er skipt upp í eitt stórt alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu tengt með gangi sem leiðir okkur að svefnherbergjum og baðherbergi. Gráa og brúna litapalettan Continue reading
Selás, Reykjavík
Eru virkilega sjö ár síðan ég vann að innanhússhönnun þessarar eignar sem nú er komin á sölu? Tíminn flýgur! Continue reading
Heimsókn til Parísar / A home visit to Paris
Það er svo margt skemmtilegt að sýna hér að ég veit varla hvar ég á að byrja. Þær hönnunarlausnir sem arkitektastofan Septembre hefur útfært í þessari Parísaríbúð hafa allar útpældan tilgang. Íbúðin er aðeins Continue reading