Listaverk í yfirstærð / Oversized artwork

Stundum er myndin aðalatriði rýmisins og skyggir á allt annað en einnig má sjá stór verk mynda hlutlausan bakgrunn.  Oftast er þó reynt að láta listaverkin vera í jafnvægi við umhverfið, þannig að húsgögn, litir og skipulag herbergja er tekið með inn í dæmið þegar staðsetning er valin.  Hvort sem um er að ræða ljósmyndir, grafísk verk eða málverk þá er það stærðin sem skiptir hér máli. Allt á að vera í yfirstærð. Continue reading

Búrið ljúfmetisverslun / The cheese store Búrið (The Icelandic Pantry)

Ljúfmetisverslunin Búrið, Nóatúni 17 í Reykjavík, er snilldar sælkeraverslun sem ég fékk heiðurinn af að hanna í samstarfi við eigandann Eirnýju Sigurðardóttur. Búrið er annars vegar verslun þar sem hægt er að kaupa dýrindis erlenda og íslenska osta ásamt sultur, hunang, kex, brauð, pylsur, egg, krydd og fleira góðgæti. Búrið er hins vegar líka ostaskóli þar sem ” eru bara  ostar á námskránni. Engar frímínútur en heldur engin heimavinna…”.

Continue reading