Gamlar málaðar portrett myndir í rýmum dagsins í dag? Já, vegna þess að þær auka á glæsileika, skapa dýpt og vekja forvitni. Þar sem ég er aðdáendi málaralistar 19.aldar er ég hlutdræg en rennið í gegnum þessar ljósmyndir sem ég hef safnað saman af flottum nútíma herbergjum þar sem gamlar portrettmyndir eru notaðar til skrauts. Kemur þetta ekki vel út?
Category Archives: Photograps & art
Ský á veggi / Clouds on the wall
Veiðum skýin, römmum þau inn og hengjum á vegginn. Continue reading
Carmel Seymour
Ég sá fyrst vatnslitamyndir eftir Carmel Seymour á áströlsku bloggi og týndi mér svo í myndunum að ég tók ekki eftir textanum. Myndirnar kveiktu þó forvitni mína um listamanninn og að lokum tók ég að lesa viðtalið sem fylgdi. Mér kom skemmtilega á óvart að sjá að Carmel var stödd á Íslandi. Continue reading
Reykjavík á plakati / Reykjavík on a poster
Þið sem fylgist með innanhúss bloggum hafið áreiðanlega tekið eftir vinsældum borgar grafíkverka. Gautaborg, Kaupmannahöfn, Berlín, New York og fleiri og fleiri borgir hanga nú upp á vegg sem falleg grafíkverk. Continue reading
Mynd vikunnar / Photo of the week
Gautaborg, borgin mín í hinu landinu mínu, verður heimsótt í sumar. Búin að kaupa farmiða, bóka hús við hafið Continue reading
Fuglar / Birds
Á vafri mínu á veraldarvefnum rakst ég á mynd af litríku rými þar sem veggmynd af páfagauk stal þó athyglinni. Það var eitthvað við augnaráð fuglsins og stöðu sem gerðu hann að þvílíkum töffara að allt annað í umhverfi hans hvarf eiginlega. Út frá því leitaði ég að sögu þessa ljósmyndar og fann ljósmyndarann í Ástralíu. Continue reading
Listaverk í yfirstærð / Oversized artwork
Stundum er myndin aðalatriði rýmisins og skyggir á allt annað en einnig má sjá stór verk mynda hlutlausan bakgrunn. Oftast er þó reynt að láta listaverkin vera í jafnvægi við umhverfið, þannig að húsgögn, litir og skipulag herbergja er tekið með inn í dæmið þegar staðsetning er valin. Hvort sem um er að ræða ljósmyndir, grafísk verk eða málverk þá er það stærðin sem skiptir hér máli. Allt á að vera í yfirstærð. Continue reading