Það var skemmtilegt að koma inn í hús sem ég þekkti úr barnæsku. Húsið í Garðabænum var hús ömmu og afa vinkonu minnar. Nýjir eigendur höfðu breytt og bætt húsið við kaupin en nú, nokkrum árum síðar, átti að fara í stækkun og þar af leiðandi skipulagsbreytingar innandyra. Þetta var stórt verk sem unnið var í nánu samstarfi við eigendur og arkitekt. Farið var í allsherjar veggjabreytingar, tilfærsla á rýmum en eldhúsið færðist í nýju viðbygginguna, nýjar innréttingar og ný efni voru sett inn ásamt nýrri lýsingu. Continue reading
Category Archives: My design
Verkheiti / project name : M13
Einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu fékk yfirhalningu þegar ný fjölskylda flutti inn. Skipulagi var breytt, nýjar innréttingar voru hannaðar og settar upp ásamt nýjum tækjum, lýsing tekin í gegn, ný gólfefni sett á og nýjar innihurðir valdar. Við létum slétta hraunaða veggi og hvítmála alla gluggapósta. Innréttingar eru allar sérsmíðaðar og úr reyktri eik en á gólfi eru parketflísar. Continue reading
Verkheiti G11 / Project name G11
Ég hef skrifað um gömlu húsin áður þar sem algengt er að hver hæð rýmir mörg lítil herbergi. Eigendur þessa húss vildu ná betra flæði á aðalhæðinni með því að opna og fjarlægja veggi. Eldhúsinnréttingin var gömul, lúin og fjarri því að standast kröfur nútímans. Continue reading
Verkheiti / project name : F31
Hjónin vildu skipta út þreyttri eldhúsinnréttingu og úr varð að skipulagi eldhúss var breytt í leiðinni. Farið var úr U-laga eldhúsi með matarkrók við glugga yfir í L-laga eldhús og matarborð fært innar í rýmið. Continue reading
Séð & Heyrt 25.08.16
Það kom að því! Mynd á forsíðu Séð & Heyrt sem vísar í vinnuna mína fyrir Bessastaði.
Verkeiti / Project name : G8
Það eru mörg skemmtileg hús í grennd við Kjarvalsstaði. Sum þeirra hafa verið tekin í gegn og önnur ekki. Þessi fallega hæð í hverfinu hafði verið gerð upp en eldhúshönnunin hentaði ekki nýjum eiganda. Það var til dæmis ekki gert ráð fyrir kæliskáp í innréttingunni.
Verkheiti / Project name : H8
Það þarf ekki alltaf að henda öllu út og byrja upp á nýtt. Í litlu og skemmtilegu raðhúsi í Mosfellsbæ var ákveðið að nýta sem mest af þeim ramma sem var fyrir en bæta og breyta í takt við óskir og þarfir nýrra eigenda. Continue reading
Verkheiti / project name : K32
Í Hafnarfirði stendur glæný raðhúsalengja með litlum húsaeiningum á einni hæð. Verkkaupar höfðu samband við mig með góðum fyrirvara þegar húsin voru enn á byggingarstigi svo skipulagsbreytingar voru vel mögulegar. Continue reading
Fréttatíminn 7.05.2016
Eina ferðina enn / Once again
Enn og aftur vekur þetta litla baðherbergi áhuga en Fréttblaðið kíkti í heimsókn til Katrínar og fékk að mynda lífsglöðu og djörfu flísarnar.
Fréttablaðið, Heimilið 29.feb.2016 Continue reading