Þetta verk þarfnast fleiri ljósmynda og þar sem vantar ögn upp á að húsið verði alveg klárt þá ákvað ég að taka aðeins nokkrar myndir til að sýna núna en það koma sannarlega fleiri myndir síðar. Continue reading
Verkheiti / projectname : S22
Í gömlu hverfi í Reykjavík er tveggja hæða íbúð sem fékk smá yfirhalningu. Ég var fengin til að aðstoða við húsgagnakaup í stofu og borðstofu en stundum verða verk stærri en lagt er upp með. Ákveðið var að skipta um gólfefni, stækka op milli rýma og lagfæra svefnherbergið. Continue reading
Verkheiti / project name: H25
Það var skemmtilegt að koma inn í hús sem ég þekkti úr barnæsku. Húsið í Garðabænum var hús ömmu og afa vinkonu minnar. Nýjir eigendur höfðu breytt og bætt húsið við kaupin en nú, nokkrum árum síðar, átti að fara í stækkun og þar af leiðandi skipulagsbreytingar innandyra. Þetta var stórt verk sem unnið var í nánu samstarfi við eigendur og arkitekt. Farið var í allsherjar veggjabreytingar, tilfærsla á rýmum en eldhúsið færðist í nýju viðbygginguna, nýjar innréttingar og ný efni voru sett inn ásamt nýrri lýsingu. Continue reading
Verkheiti / project name : M13
Einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu fékk yfirhalningu þegar ný fjölskylda flutti inn. Skipulagi var breytt, nýjar innréttingar voru hannaðar og settar upp ásamt nýjum tækjum, lýsing tekin í gegn, ný gólfefni sett á og nýjar innihurðir valdar. Við létum slétta hraunaða veggi og hvítmála alla gluggapósta. Innréttingar eru allar sérsmíðaðar og úr reyktri eik en á gólfi eru parketflísar. Continue reading
Verkheiti G11 / Project name G11
Ég hef skrifað um gömlu húsin áður þar sem algengt er að hver hæð rýmir mörg lítil herbergi. Eigendur þessa húss vildu ná betra flæði á aðalhæðinni með því að opna og fjarlægja veggi. Eldhúsinnréttingin var gömul, lúin og fjarri því að standast kröfur nútímans. Continue reading
Verkheiti / project name : F31
Hjónin vildu skipta út þreyttri eldhúsinnréttingu og úr varð að skipulagi eldhúss var breytt í leiðinni. Farið var úr U-laga eldhúsi með matarkrók við glugga yfir í L-laga eldhús og matarborð fært innar í rýmið. Continue reading
6 ráð við staðsetningu mottu / 6 guidelines on rug placement
Mottur geta gefið hlýju, búið til ramma og afgirt eða umfaðmað húsgagnauppröðun, gefið herberginu lit eða verið hlutlaus samnefnari. Mottur geta breytt ásýnd herbergis algerlega og sett punktinn yfir i-ið þegar kemur að flottri stíliseringu. Herbergi eru mismunandi að stærð og smekkur manna misjafn og velja á mottur í samræmi við það, en einnig skal hafa í huga hlutverk mottunnar. Við val á mottu í forstofu skiptir máli hve auðvelt er að þrífa hana, stofumotta má vera mjúk með háu flosi en betra er að hafa mottu undir borðstofuborði sem auðvelt er að ryksuga. Continue reading
Séð & Heyrt 25.08.16
Það kom að því! Mynd á forsíðu Séð & Heyrt sem vísar í vinnuna mína fyrir Bessastaði.
Verkeiti / Project name : G8
Það eru mörg skemmtileg hús í grennd við Kjarvalsstaði. Sum þeirra hafa verið tekin í gegn og önnur ekki. Þessi fallega hæð í hverfinu hafði verið gerð upp en eldhúshönnunin hentaði ekki nýjum eiganda. Það var til dæmis ekki gert ráð fyrir kæliskáp í innréttingunni.
Verkheiti / Project name : H8
Það þarf ekki alltaf að henda öllu út og byrja upp á nýtt. Í litlu og skemmtilegu raðhúsi í Mosfellsbæ var ákveðið að nýta sem mest af þeim ramma sem var fyrir en bæta og breyta í takt við óskir og þarfir nýrra eigenda. Continue reading