Það eru mörg skemmtileg hús í grennd við Kjarvalsstaði. Sum þeirra hafa verið tekin í gegn og önnur ekki. Þessi fallega hæð í hverfinu hafði verið gerð upp en eldhúshönnunin hentaði ekki nýjum eiganda. Það var til dæmis ekki gert ráð fyrir kæliskáp í innréttingunni.
Tag Archives: kitchen
Verkheiti / Project name : H8
Það þarf ekki alltaf að henda öllu út og byrja upp á nýtt. Í litlu og skemmtilegu raðhúsi í Mosfellsbæ var ákveðið að nýta sem mest af þeim ramma sem var fyrir en bæta og breyta í takt við óskir og þarfir nýrra eigenda. Continue reading
Verkheiti / project name : K32
Í Hafnarfirði stendur glæný raðhúsalengja með litlum húsaeiningum á einni hæð. Verkkaupar höfðu samband við mig með góðum fyrirvara þegar húsin voru enn á byggingarstigi svo skipulagsbreytingar voru vel mögulegar. Continue reading
Innstungur / Power sockets
Það borgar sig að gera ráð fyrir innstungum í eldhúseyju hvort sem hún er með helluborði, vaski eða eldhústækjalaus. Innstungur fyrir tæki og tól sem eru geymd í skápum en tekin upp til tímabundinnar notkunar eins og ristavél, hrærivél og töfrasproti. Margir vilja líka getið hlaðið spjaldtölvuna eða snjallsíma sinn í eldhúsinu. Continue reading
Verkheiti / Project name : T1, Vestmannaeyjar
Það er alltaf smá áskorun að hanna heimili utan höfuðborgarsvæðisins þar sem ekki er beinlínis hægt að setjast upp í bíl og kíkja á rýmið þegar hentar. Veðrið var heldur ekkert að hjálpa okkur með fundi en oft var ófært.
Verkheiti B13 / Project title B13
Veggir féllu og súlur risu í þessu húsi frá u.þ.b. 1951 og breyttu fremur dimmri hæð með litlum herbergjum í bjart og fjölskylduvænt opið rými með eldhúsi og borðstofu. Continue reading