Til að ná fram opnu og stóru eldhúsi var veggjaskipulagi breytt í þessu einbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu en veggir stúkuðu af lítil rými með fermetra sem fóru til spillis í ganga. Continue reading
Category Archives: Kitchen
Verkheiti/ project name : H106
Í eldra húsi í Reykjavík var skipulagi á aðalhæðinni snúið við. Continue reading
Verkheiti / project name : E3
Lítið eldhús í annars stóru rými var breytt í stórt eldhús sem samsvarar rýminu mun betur. Continue reading
Verkheiti / Project name : K6
Ég var fengin til að hanna nýtt eldhús í stóru raðhúsi í grónu hverfi í Reykjavík. Við bættist gestabaðherbergi, síðan tvær forstofur og að lokum öll neðri sem efri hæðin líka. Þetta verk vatt því skemmtilega upp á sig. Continue reading
Verkheiti / Project name : S4
Þetta verk þarfnast fleiri ljósmynda og þar sem vantar ögn upp á að húsið verði alveg klárt þá ákvað ég að taka aðeins nokkrar myndir til að sýna núna en það koma sannarlega fleiri myndir síðar. Continue reading
Verkheiti / project name: H25
Það var skemmtilegt að koma inn í hús sem ég þekkti úr barnæsku. Húsið í Garðabænum var hús ömmu og afa vinkonu minnar. Nýjir eigendur höfðu breytt og bætt húsið við kaupin en nú, nokkrum árum síðar, átti að fara í stækkun og þar af leiðandi skipulagsbreytingar innandyra. Þetta var stórt verk sem unnið var í nánu samstarfi við eigendur og arkitekt. Farið var í allsherjar veggjabreytingar, tilfærsla á rýmum en eldhúsið færðist í nýju viðbygginguna, nýjar innréttingar og ný efni voru sett inn ásamt nýrri lýsingu. Continue reading
Verkheiti / project name : M13
Einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu fékk yfirhalningu þegar ný fjölskylda flutti inn. Skipulagi var breytt, nýjar innréttingar voru hannaðar og settar upp ásamt nýjum tækjum, lýsing tekin í gegn, ný gólfefni sett á og nýjar innihurðir valdar. Við létum slétta hraunaða veggi og hvítmála alla gluggapósta. Innréttingar eru allar sérsmíðaðar og úr reyktri eik en á gólfi eru parketflísar. Continue reading
Verkheiti G11 / Project name G11
Ég hef skrifað um gömlu húsin áður þar sem algengt er að hver hæð rýmir mörg lítil herbergi. Eigendur þessa húss vildu ná betra flæði á aðalhæðinni með því að opna og fjarlægja veggi. Eldhúsinnréttingin var gömul, lúin og fjarri því að standast kröfur nútímans. Continue reading
Verkheiti / project name : F31
Hjónin vildu skipta út þreyttri eldhúsinnréttingu og úr varð að skipulagi eldhúss var breytt í leiðinni. Farið var úr U-laga eldhúsi með matarkrók við glugga yfir í L-laga eldhús og matarborð fært innar í rýmið. Continue reading
Verkeiti / Project name : G8
Það eru mörg skemmtileg hús í grennd við Kjarvalsstaði. Sum þeirra hafa verið tekin í gegn og önnur ekki. Þessi fallega hæð í hverfinu hafði verið gerð upp en eldhúshönnunin hentaði ekki nýjum eiganda. Það var til dæmis ekki gert ráð fyrir kæliskáp í innréttingunni.