Innstungur / Power sockets

Það borgar sig að gera ráð fyrir innstungum í eldhúseyju hvort sem hún er með helluborði, vaski eða eldhústækjalaus. Innstungur fyrir tæki og tól sem eru geymd í skápum en tekin upp til tímabundinnar notkunar eins og ristavél, hrærivél og töfrasproti. Margir vilja líka getið hlaðið spjaldtölvuna eða snjallsíma sinn í eldhúsinu. Continue reading

Eldhús skipulag – I / Kitchen layout – I

Flestir kannast við eldhúsþríhyrninginn sem á að passa upp á að fjarlægð milli vasks, helluborðs og kæliskáps verði aldrei of mikil. Enn er hannað út frá þessari hugmynd þó stundum teygist dálítið á þríhyrningnum. Hérna er þriðji pistillinn um eldhússkipulag og að þessu sinni tökum við fyrir svokallað I-eldhús, það er þegar innréttingar koma einungis upp að einum vegg. Continue reading

Eldhús skipulag – eyjan / Kitchen layout – the island

photo via the design chaser

Eldhús skipulag er það mikilvægasta í góðu eldhúsi. Stærð eldhússins og veggir stjórna oft skipulagi enda er algengt að veggir séu færðir til eða teknir niður til að mynda gott eldhússvæði. Stundum er það þó ekki hægt en með góðri hönnun náum við góðu vinnuskipulagi og fullri nýtingu á þeim fermetrum sem hvert rými gefur. Þetta er fyrsti pistillinn af fimm um skipulag eldhúss þar sem ég stikla á stóru um algengustu uppraðanir þess. Við byrjum á eldhús eyjunni. Continue reading