Það þarf ekki alltaf að henda öllu út og byrja upp á nýtt. Í litlu og skemmtilegu raðhúsi í Mosfellsbæ var ákveðið að nýta sem mest af þeim ramma sem var fyrir en bæta og breyta í takt við óskir og þarfir nýrra eigenda. Continue reading
Category Archives: Kitchen
Verkheiti / project name : K32
Í Hafnarfirði stendur glæný raðhúsalengja með litlum húsaeiningum á einni hæð. Verkkaupar höfðu samband við mig með góðum fyrirvara þegar húsin voru enn á byggingarstigi svo skipulagsbreytingar voru vel mögulegar. Continue reading
Íbúð í Belarus / An apartment in Belarus
Hönnunarstofan Nordes sá um breytingar á þessari íbúð í Borovliani, Belarus. Hönnunin vakti athygli mína þar sem mér þótti þetta einstaklega vel heppnuð blanda af því gamla og nýja. Continue reading
Innstungur / Power sockets
Það borgar sig að gera ráð fyrir innstungum í eldhúseyju hvort sem hún er með helluborði, vaski eða eldhústækjalaus. Innstungur fyrir tæki og tól sem eru geymd í skápum en tekin upp til tímabundinnar notkunar eins og ristavél, hrærivél og töfrasproti. Margir vilja líka getið hlaðið spjaldtölvuna eða snjallsíma sinn í eldhúsinu. Continue reading
U-eldhús / U-kitchen
Fjórði og næst síðasti pistillinn um eldhússkipulag fjallar um U-eldhús. Það er þegar innréttingar koma upp að þremur veggjum og mynda bókstafinn U. Lengi var þetta vinsælasta uppröðunin enda myndar þetta skipulag afar hagkvæmt og gott vinnuumhverfi. Allt er við höndina. Continue reading
Verkheiti / Project name : T1, Vestmannaeyjar
Það er alltaf smá áskorun að hanna heimili utan höfuðborgarsvæðisins þar sem ekki er beinlínis hægt að setjast upp í bíl og kíkja á rýmið þegar hentar. Veðrið var heldur ekkert að hjálpa okkur með fundi en oft var ófært.
Eldhús skipulag – I / Kitchen layout – I
Flestir kannast við eldhúsþríhyrninginn sem á að passa upp á að fjarlægð milli vasks, helluborðs og kæliskáps verði aldrei of mikil. Enn er hannað út frá þessari hugmynd þó stundum teygist dálítið á þríhyrningnum. Hérna er þriðji pistillinn um eldhússkipulag og að þessu sinni tökum við fyrir svokallað I-eldhús, það er þegar innréttingar koma einungis upp að einum vegg. Continue reading
Eldhús skipulag – eyjan / Kitchen layout – the island
photo via the design chaser
Eldhús skipulag er það mikilvægasta í góðu eldhúsi. Stærð eldhússins og veggir stjórna oft skipulagi enda er algengt að veggir séu færðir til eða teknir niður til að mynda gott eldhússvæði. Stundum er það þó ekki hægt en með góðri hönnun náum við góðu vinnuskipulagi og fullri nýtingu á þeim fermetrum sem hvert rými gefur. Þetta er fyrsti pistillinn af fimm um skipulag eldhúss þar sem ég stikla á stóru um algengustu uppraðanir þess. Við byrjum á eldhús eyjunni. Continue reading
Eldhúsvaskurinn / The kitchen sink
Þegar velja skal nýjan eldhúsvask er mikilvægt að við hugsum um hvernig við notum hann. Flestir verða hálf undrandi þegar ég fer að spyrja út í þetta við hönnun á eldhúsi, því fæstir spá mikið í þessu. Vaskur er jú bara vaskur. En svo er alls ekki. Continue reading
Verkheiti B13 / Project title B13
Veggir féllu og súlur risu í þessu húsi frá u.þ.b. 1951 og breyttu fremur dimmri hæð með litlum herbergjum í bjart og fjölskylduvænt opið rými með eldhúsi og borðstofu. Continue reading