Formfagurt hús á tveimur hæðum og með stórum gluggum enda einstaklega fallegt útsýni. Arkitektúr hússins einkennist af beinum, sterkum og hreinum línum sem við endurspegluðum í innanhúshönnuninni.
Rauður / Red
Rauður er frumlitur. Hann er litur jarðaberja, blóðs og fagurra rósa. Sagt er að rauði liturinn æsi upp og er þar af leiðandi oft tengdur við hættu og reiði og flestir þekkja að rauður vísi í ástríðu. Continue reading
Listaverk í yfirstærð / Oversized artwork
Stundum er myndin aðalatriði rýmisins og skyggir á allt annað en einnig má sjá stór verk mynda hlutlausan bakgrunn. Oftast er þó reynt að láta listaverkin vera í jafnvægi við umhverfið, þannig að húsgögn, litir og skipulag herbergja er tekið með inn í dæmið þegar staðsetning er valin. Hvort sem um er að ræða ljósmyndir, grafísk verk eða málverk þá er það stærðin sem skiptir hér máli. Allt á að vera í yfirstærð. Continue reading
Svört blöndunartæki / Black faucets
Það er eitthvað ferskt við svört blöndunartæki. Þau skapa sterka andstæðu við annað og þannig skera þau sig úr og vekja athygli. Það er vinsælt að nota svörtu tækin við hvít gráan marmara enda andstæðan mikil og útkoman því einstaklega falleg.
Gulur / Yellow
Gulur er einn af þremur frumlitunum en hinir eru rauður og blár. Guli liturinn er bjartur, glaðlegur og hreinn. Þetta er orkugefandi litur sem er oftast skær og sterkur en vissulega er hægt að dempa hann og mýkja. Continue reading
Einbýli á Álftanesi / A home in Álftanes
Á Álftanesi, á einstökum útsýnisstað, er þetta fallega hús þar sem birtan fær að flæða inn um stóra glugga og út um þá sést friðsæl náttúran og fjölbreytt fuglalíf. Húsið að innan var allt hannað í nánu samstarfi við eigendur. Continue reading
Pinterest er vefsíða sem hjálpar til við að halda utan um myndir af netinu. Þú býrð til möppur, nefnir þær og safnar inn myndum frá öðrum Pinterest söfnurum eða beint af vefsíðum sem þú skoðar.
Jp Lögmenn / JP Attorneys
Það voru PK arkitektar og Léon Wohlhage Wernik arkitektar sem hönnuðu Höfðatorg við Borgartún. Á 16.hæð eru JP Lögmenn með skrifstofur sínar og var ég fengin til samstarfs við hönnun hæðarinnar. Continue reading
Ritfangaverslun í Reykjavík / A stationary store in Reykjavík
Stundum endast verkin manns of stutt en þetta verkefni, ritfangaverslun Odda í Borgartúni, sem ég vann ásamt Önnu Hansson innanhússhönnuði var bráðskemmtilegt og útkoman glæsileg. Continue reading
Breytingar í Árbænum / Changes to a house in Árbær
Verkefnið fyrir þetta heimili í Árbænum fól í sér útfærslur og hönnun á vegghillum, sérsmíðuðum sjónvarpsskáp og sérsmíðaðri kommóðu í forstofu. Continue reading