Mottur geta gefið hlýju, búið til ramma og afgirt eða umfaðmað húsgagnauppröðun, gefið herberginu lit eða verið hlutlaus samnefnari. Mottur geta breytt ásýnd herbergis algerlega og sett punktinn yfir i-ið þegar kemur að flottri stíliseringu. Herbergi eru mismunandi að stærð og smekkur manna misjafn og velja á mottur í samræmi við það, en einnig skal hafa í huga hlutverk mottunnar. Við val á mottu í forstofu skiptir máli hve auðvelt er að þrífa hana, stofumotta má vera mjúk með háu flosi en betra er að hafa mottu undir borðstofuborði sem auðvelt er að ryksuga. Continue reading
Séð & Heyrt 25.08.16
Það kom að því! Mynd á forsíðu Séð & Heyrt sem vísar í vinnuna mína fyrir Bessastaði.
Verkeiti / Project name : G8
Það eru mörg skemmtileg hús í grennd við Kjarvalsstaði. Sum þeirra hafa verið tekin í gegn og önnur ekki. Þessi fallega hæð í hverfinu hafði verið gerð upp en eldhúshönnunin hentaði ekki nýjum eiganda. Það var til dæmis ekki gert ráð fyrir kæliskáp í innréttingunni.
Verkheiti / Project name : H8
Það þarf ekki alltaf að henda öllu út og byrja upp á nýtt. Í litlu og skemmtilegu raðhúsi í Mosfellsbæ var ákveðið að nýta sem mest af þeim ramma sem var fyrir en bæta og breyta í takt við óskir og þarfir nýrra eigenda. Continue reading
Verkheiti / project name : K32
Í Hafnarfirði stendur glæný raðhúsalengja með litlum húsaeiningum á einni hæð. Verkkaupar höfðu samband við mig með góðum fyrirvara þegar húsin voru enn á byggingarstigi svo skipulagsbreytingar voru vel mögulegar. Continue reading
Fréttatíminn 7.05.2016
Eina ferðina enn / Once again
Enn og aftur vekur þetta litla baðherbergi áhuga en Fréttblaðið kíkti í heimsókn til Katrínar og fékk að mynda lífsglöðu og djörfu flísarnar.
Fréttablaðið, Heimilið 29.feb.2016 Continue reading
Fimm ráð við uppröðun húsmuna / Five tips on arranging accessories
Vissulega eru til merkilegri aðgerðir en uppröðun húsmuna á heimilinu en það verður þó að segjast að rétt uppröðun þeirra getur gerbreytt útliti húsgagnsins sem þeir standa á og einnig fært meiri athygli á munina sjálfa. Þú færð vonandi stíliseringu í takt við flottustu myndir í innanhússtímaritum með eftirfarandi ráðum. Continue reading
Innstungur / Power sockets
Það borgar sig að gera ráð fyrir innstungum í eldhúseyju hvort sem hún er með helluborði, vaski eða eldhústækjalaus. Innstungur fyrir tæki og tól sem eru geymd í skápum en tekin upp til tímabundinnar notkunar eins og ristavél, hrærivél og töfrasproti. Margir vilja líka getið hlaðið spjaldtölvuna eða snjallsíma sinn í eldhúsinu. Continue reading
Gull & látún / Gold & brass
Látún og gylling í innréttingum er ekki orðin algeng sjón en þó er farið að nota það í meira mæli en áður. Það þótti ekki fínt að hafa gyllta lampa eða höldur og hvað þá heilu innréttingarnar þegar stálið tröllreið öllu. Það eru svo sannarlega straumar og stefnur í innanhússhönnun eins og í flestu öðru. Continue reading