Tag Archives: kitchen
Verkheiti H6
Létt og ljóst án þess að valdar voru hvítar eða ljósar innréttingar. Stundum er nóg að umgjörð innréttinga sé björt til að ná fram léttleika. Rétt samspil efna skiptir öllu máli og í þessu tilviki leyfði það hlýja liti á eldhúsinnréttingunni sem veitir henni karakter og vekur eftirtekt.
Continue readingVerkheiti: V6
Nýtt skipulag, nýjar innréttingar og ný efni en þetta þriggja hæða einbýlishús var allt tekið í gegn að innan þar sem mjúkir jarðlitir í takt við svartan lit ráða ríkjum.
Continue readingVerkheiti / project name : A29
Til að ná fram opnu og stóru eldhúsi var veggjaskipulagi breytt í þessu einbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu en veggir stúkuðu af lítil rými með fermetra sem fóru til spillis í ganga. Continue reading
Verkheiti/ project name : H106
Í eldra húsi í Reykjavík var skipulagi á aðalhæðinni snúið við. Continue reading
Verkheiti / Project name : K6
Ég var fengin til að hanna nýtt eldhús í stóru raðhúsi í grónu hverfi í Reykjavík. Við bættist gestabaðherbergi, síðan tvær forstofur og að lokum öll neðri sem efri hæðin líka. Þetta verk vatt því skemmtilega upp á sig. Continue reading
Verkheiti / project name: H25
Það var skemmtilegt að koma inn í hús sem ég þekkti úr barnæsku. Húsið í Garðabænum var hús ömmu og afa vinkonu minnar. Nýjir eigendur höfðu breytt og bætt húsið við kaupin en nú, nokkrum árum síðar, átti að fara í stækkun og þar af leiðandi skipulagsbreytingar innandyra. Þetta var stórt verk sem unnið var í nánu samstarfi við eigendur og arkitekt. Farið var í allsherjar veggjabreytingar, tilfærsla á rýmum en eldhúsið færðist í nýju viðbygginguna, nýjar innréttingar og ný efni voru sett inn ásamt nýrri lýsingu. Continue reading
Verkheiti / project name : M13
Einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu fékk yfirhalningu þegar ný fjölskylda flutti inn. Skipulagi var breytt, nýjar innréttingar voru hannaðar og settar upp ásamt nýjum tækjum, lýsing tekin í gegn, ný gólfefni sett á og nýjar innihurðir valdar. Við létum slétta hraunaða veggi og hvítmála alla gluggapósta. Innréttingar eru allar sérsmíðaðar og úr reyktri eik en á gólfi eru parketflísar. Continue reading
Verkheiti G11 / Project name G11
Ég hef skrifað um gömlu húsin áður þar sem algengt er að hver hæð rýmir mörg lítil herbergi. Eigendur þessa húss vildu ná betra flæði á aðalhæðinni með því að opna og fjarlægja veggi. Eldhúsinnréttingin var gömul, lúin og fjarri því að standast kröfur nútímans. Continue reading
Verkheiti / project name : F31
Hjónin vildu skipta út þreyttri eldhúsinnréttingu og úr varð að skipulagi eldhúss var breytt í leiðinni. Farið var úr U-laga eldhúsi með matarkrók við glugga yfir í L-laga eldhús og matarborð fært innar í rýmið. Continue reading