Létt og ljóst án þess að valdar voru hvítar eða ljósar innréttingar. Stundum er nóg að umgjörð innréttinga sé björt til að ná fram léttleika. Rétt samspil efna skiptir öllu máli og í þessu tilviki leyfði það hlýja liti á eldhúsinnréttingunni sem veitir henni karakter og vekur eftirtekt.
Continue readingTag Archives: kitchen island
Verkheiti / project name : A29
Til að ná fram opnu og stóru eldhúsi var veggjaskipulagi breytt í þessu einbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu en veggir stúkuðu af lítil rými með fermetra sem fóru til spillis í ganga. Continue reading
Verkheiti / project name : E3
Lítið eldhús í annars stóru rými var breytt í stórt eldhús sem samsvarar rýminu mun betur. Continue reading
Verkheiti / Project name : K6
Ég var fengin til að hanna nýtt eldhús í stóru raðhúsi í grónu hverfi í Reykjavík. Við bættist gestabaðherbergi, síðan tvær forstofur og að lokum öll neðri sem efri hæðin líka. Þetta verk vatt því skemmtilega upp á sig. Continue reading
Verkheiti / Project name : S4
Þetta verk þarfnast fleiri ljósmynda og þar sem vantar ögn upp á að húsið verði alveg klárt þá ákvað ég að taka aðeins nokkrar myndir til að sýna núna en það koma sannarlega fleiri myndir síðar. Continue reading
Verkheiti / project name: H25
Það var skemmtilegt að koma inn í hús sem ég þekkti úr barnæsku. Húsið í Garðabænum var hús ömmu og afa vinkonu minnar. Nýjir eigendur höfðu breytt og bætt húsið við kaupin en nú, nokkrum árum síðar, átti að fara í stækkun og þar af leiðandi skipulagsbreytingar innandyra. Þetta var stórt verk sem unnið var í nánu samstarfi við eigendur og arkitekt. Farið var í allsherjar veggjabreytingar, tilfærsla á rýmum en eldhúsið færðist í nýju viðbygginguna, nýjar innréttingar og ný efni voru sett inn ásamt nýrri lýsingu. Continue reading
Verkheiti / project name : M13
Einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu fékk yfirhalningu þegar ný fjölskylda flutti inn. Skipulagi var breytt, nýjar innréttingar voru hannaðar og settar upp ásamt nýjum tækjum, lýsing tekin í gegn, ný gólfefni sett á og nýjar innihurðir valdar. Við létum slétta hraunaða veggi og hvítmála alla gluggapósta. Innréttingar eru allar sérsmíðaðar og úr reyktri eik en á gólfi eru parketflísar. Continue reading
Verkheiti / Project name : H8
Það þarf ekki alltaf að henda öllu út og byrja upp á nýtt. Í litlu og skemmtilegu raðhúsi í Mosfellsbæ var ákveðið að nýta sem mest af þeim ramma sem var fyrir en bæta og breyta í takt við óskir og þarfir nýrra eigenda. Continue reading
Innstungur / Power sockets
Það borgar sig að gera ráð fyrir innstungum í eldhúseyju hvort sem hún er með helluborði, vaski eða eldhústækjalaus. Innstungur fyrir tæki og tól sem eru geymd í skápum en tekin upp til tímabundinnar notkunar eins og ristavél, hrærivél og töfrasproti. Margir vilja líka getið hlaðið spjaldtölvuna eða snjallsíma sinn í eldhúsinu. Continue reading
Verkheiti / Project name : T1, Vestmannaeyjar
Það er alltaf smá áskorun að hanna heimili utan höfuðborgarsvæðisins þar sem ekki er beinlínis hægt að setjast upp í bíl og kíkja á rýmið þegar hentar. Veðrið var heldur ekkert að hjálpa okkur með fundi en oft var ófært.