Hús og Híbýli birti jólaskreytt heimili, þar sem sjá má mína hönnun, í fallegri jólabók sem kom út í gær. Heilar sjö síður með texta og myndum frá þessu einstaka heimili. Continue reading
Author Archives: bryndis
Verkheiti / Project name : T1, Vestmannaeyjar
Það er alltaf smá áskorun að hanna heimili utan höfuðborgarsvæðisins þar sem ekki er beinlínis hægt að setjast upp í bíl og kíkja á rýmið þegar hentar. Veðrið var heldur ekkert að hjálpa okkur með fundi en oft var ófært.
Fréttatíminn 23.-25.10 2015
Morgunblaðið 8.9.2015
Opnuviðtal í Morgunblaðinu um bakgrunn minn sem innanhússarkitekt,námið,ferilinn, verkefnin sem og almennt spjall. Þetta var skemmtilegt viðtal enda blaðamaðurinn Kristín Heiða einstaklega hress og vingjarnleg. Continue reading
Amsterdam
Mikið hlakka ég til að fara í smá frí til Amsterdam þar sem ég mun ráfa um og skoða hverfin, söfn og kaffihús og auðvitað hvetja íslensku fótboltastrákana okkar með því að mæta á Amsterdam Arena völlinn á fimmtudeginum. Continue reading
Verkheiti B13 / Project title B13
Veggir féllu og súlur risu í þessu húsi frá u.þ.b. 1951 og breyttu fremur dimmri hæð með litlum herbergjum í bjart og fjölskylduvænt opið rými með eldhúsi og borðstofu. Continue reading
Verkheiti / Project name : E10
Einbýli í Reykjavík var tekið alveg í gegn að innan með nýju skipulagi, nýjum innréttingum, gólfefnum og nýrri lýsingu. Markmiðið var að fá fjölskylduvænt hús, hlýlegt og heimilislegt.
This house in Reykavík underwent a complete renovation. New space plans, new cabinetry, flooring and lighting. The goal was to get a a family oriented house with a warm and homey feeling. Continue reading
Hringlaga speglar / Round mirrors
Ég er ein af þeim sem gladdist endurkomu hringlaga speglna. Meira að segja þegar allir speglar áttu að vera með 90 gráðu horn þá hugsaði ég til þeirra, svona í laumi. Nú eru nokkur ár síðan kringlóttu speglarnir urðu hluti af tískunni og enn eru þeir vinsælir.
Murcia- nýtt á gömlu / new meets old
Hér hefur allt verið rólegt í nokkurn tíma en ég stakk mér í frí til Spánar og ákvað að hafa það frí algjört. Sem sagt engin vinna, engin ( eða fá) símtöl, tölvupóstar biðu og ekkert bloggað. Nú er ég sem sagt komin aftur og það er viðeigandi og skemmtilegt að fyrsta færsla eftir frí sýnir einstaka byggingu frá borg sem er ekki langt frá því svæði sem ég var á. Stílhrein viðbygging í afar þéttbyggðu og hefðbundnu hverfi í borginni Murcia á Spáni. Continue reading
Blandaðir málmar / Mixed metals
Enn heldur málmveislan áfram samkvæmt hönnunarsýningunni Salone del mobile í Mílanó og enginn einn málmur eða málmlitur er meira áberandi en annar. Gylltar vörur, kopar vörur og silfraðar, hvort sem um er að ræða ál, stál eða króm. Kíkið á þessar vörur sem sýndar voru á sýningunni þetta ár.
The metal feast is still going strong according to the design fair Salone del mobile in Milan and no one metal or metal color is more dominant than any other. Products out of copper and brass, as well as silver, be it aluminum, chrome or steel. Take a look at these products from the Milan show 2015. Continue reading